26.2.2008 | 20:08
Nýjar fréttir af Rutlu skutlu
Það er ýmislegt skemmtilegt að gerast hjá mér. Ég er sem sagt að fara að byrja í nýrri vinnu núna 29. febrúar hjá KPMG. Ég fékk fyrst vinnu hjá point en þar sem mig langaði mun meira að fá vinnuna hjá kpmg þá var planið að taka henni ef þeir vildu fá mig. Ég fór í tvö viðtöl hjá þeim og fékk svo svar í síðustu viku að þeir vildu fá mig í tölvudeildina. Ég fæ síma og fartölvu sem þeir borga notkunina af og fæ mjög góð byrjunarlaun og hækka fljótlega þegar ég er orðin reynslumeiri. Ég fæ mína skrifstofu og er að hjálpa starfsmönnum fyrirtækisins með tölvurnar sínar. Þannig að Rut er orðin tölvunörd og þetta verður mjög góð reynsla fyrir mig og gott að hafa svona flott fyrirtæki á ferilskráni. Þannig að það mætti eiginlega kalla þetta sérfræðistarf.
Finnst ykkur þetta ekki æðislegt. Ég er allavega í skýjunum og get ekki beðið eftir að byrja að vinna. Þannig að núna þarf ég bara að standa mig og sýna hversu ógeðslega klár ég er þannig að ég haldi nú vinnunni . En ég hef nú svo mikla trú á mér að ég geti þetta þannig að það verður ekkert vandamál.
Allavega þá langaði mig að deila þessum gleðifréttum með ykkur.
Rutz
Spurt er
Eldri færslur
228 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég setti inn skoðanakönnun um það hvort þið komist til Glasgow 13. mars bara svona til gamans.
Rutz (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 21:33
Búin að svara hehe
Ruv (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 21:37
Já, þessi ferð er ekki alveg að gera sig, enda orðið barasta uppselt í hana held ég
ruv (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 11:21
Já ætli við þurfum ekki bara að skipuleggja þetta betur. Hafa kannski meiri fyrirvara :)
Rutz (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 20:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.