Færsluflokkur: Bloggar

blogga meira

Stelpur mínar, þið megið alveg vera duglegri við að setja inn færslur hérna þó það sé ekki nema einn brandari eða hugsanir eða eitthvað sem þið hafið verið að gera. Ég kíki hérna inn nánast daglega og aldrei eru neinar hreyfingar. HMM

 En svopa að öðrum málum. Erum við ekki allar að fara að mæta til Beggu á laugardaginn? Og ætla ekki allir að mæta í búning? Ruv kom með þá uppástungu að við myndum hittast allar áður en við færum til Beggu. Eru ekki allir til í það. Spurningin er bara hvar ætlum við að hittast. Það er ekki hægt hjá mér.

Svo er ég að spá í að kíkja á laugardaginn í Hókus Pókus og ætla að kaupa mér einhverja fylgihluti við búninginn minn og ef þið viljið koma með þá er það velkomið. Bandit

Sjáumst allar hressar á laugardaginn

Kveða Rutz  Alien

 


Nýjar fréttir af Rutlu skutlu

Það er ýmislegt skemmtilegt að gerast hjá mér. Ég er sem sagt að fara að byrja í nýrri vinnu núna 29. febrúar hjá KPMG. Ég fékk fyrst vinnu hjá point en þar sem mig langaði mun meira að fá vinnuna hjá kpmg þá var planið að taka henni ef þeir vildu fá mig. Ég fór í tvö viðtöl hjá þeim og fékk svo svar í síðustu viku að þeir vildu fá mig í tölvudeildina. Ég fæ síma og fartölvu sem þeir borga notkunina af og fæ mjög góð byrjunarlaun og hækka fljótlega þegar ég er orðin reynslumeiri. Ég fæ mína skrifstofu og er að hjálpa starfsmönnum fyrirtækisins með tölvurnar sínar. Þannig að Rut er orðin tölvunörd og þetta verður mjög góð reynsla fyrir mig og gott að hafa svona flott fyrirtæki á ferilskráni. Þannig að það mætti eiginlega kalla þetta sérfræðistarf.

Finnst ykkur þetta ekki æðislegt. Ég er allavega í skýjunum og get ekki beðið eftir að byrja að vinna.  Þannig að núna þarf ég bara að standa mig og sýna hversu ógeðslega klár ég er þannig að ég haldi nú vinnunni W00t. En ég hef nú svo mikla trú á mér að ég geti þetta þannig að það verður ekkert vandamál. 

Allavega þá langaði mig að deila þessum gleðifréttum með ykkur.

Joyful Rutz


Glasgow ferð?

Hæ hæ,

ég  (Rut V) og Helga vorum að spá hvort það væri einhver stemmning að skella sér til Glasgow núna 13-16 mars?

Það kostar 41.000 á mann með flugi, sköttum og hóteli með morgunmat.

Hvað segiði er ekki brjáluð stemmning fyrir þessu Grin


Blogg stofnað

Jæja stelpur þá er loksins komin síða fyrir okkur. Ég tók mér það leyfi að ákveða nafn fyrir okkur þar sem við vorum svo geðveikt ósammála síðast þegar við hittumst. En ef ykkur líkar það ekki þá verðum við bara að breyta því. Þið megið líka breyta útlitinu ef ykkur finnst það ekki flott.

Núna er bara að vera duglegar að skrifa og koma með hugmyndir að því sem hægt er að gera. Svo getum við ákveðið saumaklúbbana okkar hér.  

Vonandi eru þið ánægðar

Kveðja Rutz 


Höfundur

Begga, Björg, Helga, Rut S, Rut V og Telma

Við erum 6 stelpur sem kynntumst í Borgarholtsskóla og höldum saumaklúbba einu sinni í mánuði og okkur fannst sniðugt að hafa heimasíðu til þess að geta verið meira í sambandi án þess að nota símann. Hérna munum við setja inn okkar hugmyndir og fréttir af okkur og það sem við ætlum að gera.

Sniðugt ha??

Spurt er

Komist þið til Glasgow 13. mars til 16. mars

Eldri færslur

228 dagar til jóla

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Rutlurnar
  • dimmision 2004
  • útskrift 2004
  • Við fimm í brúðkaupi Rutar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband